Job af skáldi
Að öllum
líkindum
gæti þetta ljóð
verið
betra.
Ég ætti
í það minnsta
að láta
eins og það
væri
betra.
En svona
er það
stundum,
ljóðið.
Ég ætti
líka
að vera
meiri með
mig
en
ég er.
Drekka meira
en ég geri,
ríða meira
en ég geri,
missa mig
í áflogum
og skáldlegu
málfari.
(í það minnsta
annað veifið)
Ég get ekki
gert að því
þó þér finnist þetta
ljóð ekki gott,
get ekkert við því gert
þó þér finnist
skáldið ekki
drekka og
ríða nóg.
Og ég kæri
mig
ekkert um
að missa mig
fyrir þig.
Hvorki andlega
né skáldlega.
Ég skrifaði
þetta ljóð heldur
ekki fyrir þig,
ég skrifaði það fyrir
mig,
eins og alltaf.
líkindum
gæti þetta ljóð
verið
betra.
Ég ætti
í það minnsta
að láta
eins og það
væri
betra.
En svona
er það
stundum,
ljóðið.
Ég ætti
líka
að vera
meiri með
mig
en
ég er.
Drekka meira
en ég geri,
ríða meira
en ég geri,
missa mig
í áflogum
og skáldlegu
málfari.
(í það minnsta
annað veifið)
Ég get ekki
gert að því
þó þér finnist þetta
ljóð ekki gott,
get ekkert við því gert
þó þér finnist
skáldið ekki
drekka og
ríða nóg.
Og ég kæri
mig
ekkert um
að missa mig
fyrir þig.
Hvorki andlega
né skáldlega.
Ég skrifaði
þetta ljóð heldur
ekki fyrir þig,
ég skrifaði það fyrir
mig,
eins og alltaf.
Úr ljóðabókinni Heilagt stríð -runnið undan rifjum drykkjumanna