Ein milljón og sjö eitthvað þúsund.

Skýin gráta eins og unglingstelpur í ástarsorg
Blómin leggjast til hvíldar, eins og aldraður maður
Það er engin þörf lengur að vera á mikilli ferð

Því það er spáð þrumuveðri
Frá forsetanum sjálfum

Og blómin vilja ekki sjá neitt og vita neitt
Því þau vita að einn góðan veður daginn
Verða þau að vitnum í stúku, í dómstól sorgar

En það eru eingöngu til
Ein milljón og sjö eitthvað þúsund eintök
Af sömu sögunni
 
Teresa Alma
1992 - ...


Ljóð eftir Teresu

Ein milljón og sjö eitthvað þúsund.
Ást
Hjarta í poka
Orðabók
Fréttir Dagsins
Næturfundir
Meatloaf
Nútíma ástarsaga
Hárfögur
Góðan Daginn!