falskar vonir
ég reyni að vera hógvær á allan hátt
mála rússneskar þokkadísir með bogin nef á striga og afsaka blámann í augum þeirra. Þær eru nú einu sinni ekki rússneskar í alvöru, íslenskar stelpur sem vilja varla þekkjast. Standa berbrjósta við horn sendiráðsins og bíða eftir að bílstjórinn blikki þær. Þær eru mér innblástur ljóða, í vanlíðan sinni. Að mörgu leiti eins og ég, grámyglulegar, bláeygar, skítugar. Og við brosum er ég kem frjáls yfir hæðina, malbikið. Þær eru þreyttar á íturvöxnum körlum. Og þó ég sé íturvaxin telja þær mig betri kost. Þær vita að minnsta kosti hvort ég svívirði þær eða lofa.
Því við skáldin svívirðum
mála rússneskar þokkadísir með bogin nef á striga og afsaka blámann í augum þeirra. Þær eru nú einu sinni ekki rússneskar í alvöru, íslenskar stelpur sem vilja varla þekkjast. Standa berbrjósta við horn sendiráðsins og bíða eftir að bílstjórinn blikki þær. Þær eru mér innblástur ljóða, í vanlíðan sinni. Að mörgu leiti eins og ég, grámyglulegar, bláeygar, skítugar. Og við brosum er ég kem frjáls yfir hæðina, malbikið. Þær eru þreyttar á íturvöxnum körlum. Og þó ég sé íturvaxin telja þær mig betri kost. Þær vita að minnsta kosti hvort ég svívirði þær eða lofa.
Því við skáldin svívirðum
prósi