falskar vonir
ég reyni að vera hógvær á allan hátt
mála rússneskar þokkadísir með bogin nef á striga og afsaka blámann í augum þeirra. Þær eru nú einu sinni ekki rússneskar í alvöru, íslenskar stelpur sem vilja varla þekkjast. Standa berbrjósta við horn sendiráðsins og bíða eftir að bílstjórinn blikki þær. Þær eru mér innblástur ljóða, í vanlíðan sinni. Að mörgu leiti eins og ég, grámyglulegar, bláeygar, skítugar. Og við brosum er ég kem frjáls yfir hæðina, malbikið. Þær eru þreyttar á íturvöxnum körlum. Og þó ég sé íturvaxin telja þær mig betri kost. Þær vita að minnsta kosti hvort ég svívirði þær eða lofa.

Því við skáldin svívirðum

 
Snærós
1991 - ...
prósi


Ljóð eftir Snærós

Feimin ást
Salti nuddað í sárin (grenjandi)
Hvísl
Frost
Paradís
Feita línudansmærin
Nótt í sveit
Utopia
Einmana (einhuga)
Þrá
(nafnlaust)
söknuður
Blekking
Þungun
einleikur
fæðing
ást?
undirgefni elskhuginn
ofnæmi
regn
huggun
hrokafullar játningar
síld
syndajátning
þankahríð
jórtur
öfund konu-ngs
fósturlát I
fósturlát II
samkennd
falskar vonir
viðhaldslaus
hlustir
krakalákíríkú
Eyrarún
siðleysi
þrútnandi