Nýtt líf
Ég þakklátur nú er í dag
Æðra mætti í heimi
Og sungið get nú sigurlag
Ef sporum og guði ei gleymi.
Ég fæ í dag á fundum svar
Fái ég hugmynd ranga
Því að líf mitt lengi var
Án lausnar þrautarganga.
Í faðmi ykkar fann ég leið
Að feta góðu sporin
Og handan við eitt hornið beið
Hamingjan endurborin.
þá í huga finn ég frið
Fór að guðs míns vilja
Er kom mín gæfa kvonfangið
Og kenndi mér að skilja.
Að ég er ekki lengur einn
Sem einmana heima sefur
Heldur er ég hamingjusveinn
Er hún mig örmum vefur.
Tileinkað AA félögum