Sægreifinn
Fór hann á sjóinn
keypti svo bát
vann hörðum höndum
fékk kvóta úthlutaðan
á veiðireynslu afa
sem átti bátinn áður
allt að fara í handaskol
útgerðin að fara á hausinn
dæmið gekk ekki upp,
allt krónunni að kenna.
Þá kom bjargræðið
veðsetningarleyfi á kvótann
frá sjávarútvegsráðherra
auðveldur peningur
nennti þessu ekki lengur
seldi kvótann og
flutti til spánar með
góssið, fékk sér bjór
með senjorídu sér við hlið.
Leiddist á spáni
kom heim
fór í gamla þorpið
sem var orðið dautt
kvótinn farinn burt
atvinnuleysi og eymd
ekki heilsað af gömlum
þorpurum sem unnu hjá
honum forðum daga
Halló, ekkert svar.
Átti ennþá 100 kúlur
flutti þá til London
gerðist fjárfestir
keypti í tískuvörubúðum
lifði lúxuslífi
leyddist þó bretarnir
kom aftur heim.
og keypti búð í kriglunni
sem seldi konfekt.
keypti svo bát
vann hörðum höndum
fékk kvóta úthlutaðan
á veiðireynslu afa
sem átti bátinn áður
allt að fara í handaskol
útgerðin að fara á hausinn
dæmið gekk ekki upp,
allt krónunni að kenna.
Þá kom bjargræðið
veðsetningarleyfi á kvótann
frá sjávarútvegsráðherra
auðveldur peningur
nennti þessu ekki lengur
seldi kvótann og
flutti til spánar með
góssið, fékk sér bjór
með senjorídu sér við hlið.
Leiddist á spáni
kom heim
fór í gamla þorpið
sem var orðið dautt
kvótinn farinn burt
atvinnuleysi og eymd
ekki heilsað af gömlum
þorpurum sem unnu hjá
honum forðum daga
Halló, ekkert svar.
Átti ennþá 100 kúlur
flutti þá til London
gerðist fjárfestir
keypti í tískuvörubúðum
lifði lúxuslífi
leyddist þó bretarnir
kom aftur heim.
og keypti búð í kriglunni
sem seldi konfekt.
Þetta er saga af manni sem fékk kvóta gefins. Hann flutti til útlanda í leit að hamingjunni, en fann hana ekki þar.
Kom því aftur heim og gerðist kaupmaður í kringlunni.
Kom því aftur heim og gerðist kaupmaður í kringlunni.