Félagsmálaráðherra
Samúðarfullur til Samhjálpar
fór félagsmálaráðherra
Árni Magnússon
hafði lystakokk með sér
og sérstakt matarstell
jæja vinir mínir

Samhjálpar súpan
er ekki nógu góð
sagði Árni og sötraði
þið þurfið betri kokk
þessi gamli er slæmur
er það ekki nokk?
vinir mínir

Af postulínsdiski sötraði
félagsmálaráðherra súpuna
og sagði , jæja vinir mínir
það er komið að því
skerðing atvinnuleysisbóta
hundrað milljónir sparast
vinir mínir

Sultarólin strekkist
skerðingin er varanleg og
á næsta leyti
launin mín hækka
ykkar lækka
atvinnulausu vinir mínir

Bara þrír dagar
sem ég skerði
þetta ykkur herðir
þá reynið þið meira
í þrjá heila daga
að fá ykkur vinnu
vinir mínir
þetta er mín
þjóðarsátt Framsóknar
vinir mínir  
Konungur loftsins
1968 - ...


Ljóð eftir Konung loftsins

Ísöld
Hekla 1947
Mozart
Öryrkjarnir góðu
Heyskapur 1974
Sálfræði bankastjórans
Félagsmálaráðherra
Andvökunótt
Gleðilegt ár
Aginn
Ísskápur guðs
Hugvirki
Veðurspámaður
Þorskur á þurru landi
Ófrelsi í nafni frelsis
Húsbóndahollusta
Var Hitler örvhentur?
Sægreifinn
Einkavæðing íslenskra ríkisfyrirtækja
Orðtóm hugans