Knapinn
Hef ég hafið horft á
í drunga nætur og dags.
Sýnist mér ég sjá þá
dauðans hest með fax
sem sveipast um í golu
gneggjar á meistara sinn,
í augastað með holu
samt sér hann mig ég finn.
Á bak honum ég sest þá
og geysa um höfin svört.
Eimd sálna þá ég fæ að sjá
líf ei lengur björt,
á braut þær tek og áfram held
að ríða hin svörtu höf
á hverjum degi, sérhvert kveld
uns ég horfi í eigin gröf.  
misspurr
1983 - ...


Ljóð eftir misspurr

Knapinn
Stattu þig
Tímasár
Dreymhuginn
Þeir flysja sem sitja
hamingjufley
Af hverju?
Lífið er ævintýri
Hringrás
Tunglsýki