Í gamla daga
Þá er mamma var bakandi með bros á vör
aldrei eg skil hví hún bað ekki um svör.

Hví allt var svo gott er vorum við ein
enginn var sár né sást á honum mein.

En allt þetta breyttist er pabbi kom heim
og fyllti allt húsið af áfengiskeim

Dagurinn byrjaði með leik úti í garði
en um nóttina sá hvernig hann mömmu barði.

Öskrandi að henni þau ókvæðisorð
að það væri lítið mál að komast upp með morð.

En næsta dag alltaf til mín brosti
hún sá ekki í stöðunni neina aðra kosti.

Alltaf eg kveið þess að dimmdi til nætur
hvernig gastu lamið þínar egin dætur?

Og þetta kvöld er hann mömmu fellti
hann vissi ekki að hun bar barn undir belti.

En þá rann upp fyrr mömmu að skyldi hann út
hann fengi ekki að meiða hennar litla kút.

Hún var hætt að biðja og hætt að vona
aldrei meir skyldi hun vera hans kona.

Og skyndilega sá innri styrkur
við myndum ei lengur óttast myrkur.

Með einskærum hatri og ástarhug
á óhugnaðinum pabba vann hún loks bug.

Brennd að innan, marin og blá
í arma sína tók mig og hræðsluna sá.

En mamma þó aldrei deildi sinni líðan
og hef ég ekki séð pabba minn síðan.

Aldrei mér fæddist lítill bróðir þó
í syrgjandi kviði móður minnar dó.

Þetta kvöld bjargaði okkur hennar kraftur
en aldrei brosti móðir mín aftur.
 
Stefanía Bergsdóttir
1991 - ...


Ljóð eftir Stefaníu Bergsdóttur

Í gamla daga
Brú
dear mother
I miss you
..
Vatnið
Depressed
Sársaukinn
My face is a mask
He´ll use you
Vinir
Þótt himnar gráti
Our King
Hey mommy
Ég hata jólin
Bálið
Bæn
vond gleðinótt
Flaskan
reiði
Að eilífu
Andvaka bið
Missir
Mótmæli
Hjálpsemi
Kveðja
Sylvia í kjallaranum
Við höfnina
Í garðinum bakvið húsið
Endurgjald
Skrímslið
Búr