Þótt himnar gráti
Þótt himnar og guðir gráti
og tunglið ey skíni í nótt
þótt erfileikar á þér bjáti
ég býð þér seglu mína og þrótt.

Þótt blóð margra á höndum berir
og hugur gerist illur oft
á þinn hátt það samt gerir
lygavefur léttur sem loft.

Þótt sálu seldir löngu síðan
og tóm er skelin sem var hún í
þín samt öll mín ást og blíðan
og alltaf tekur þú við því.

Þótt týndur sért í myrkum heimi
og aldrei finnir leiðina út
þótt dauðinn allt í kring þig sveimi
hjá þér stend í sorg og sút.

Þótt liggir þú í örmum mér
með augun tóm og hjartað svart
aldrei mun ég víkja frá þér
sama hve þetta líf verður hart.

Því ástin mín á þig ég trúi
við erfiðleikana ég mun fást
trúi að í mér sá styrkur búi
að gera allt fyrir okkar ást.
 
Stefanía Bergsdóttir
1991 - ...


Ljóð eftir Stefaníu Bergsdóttur

Í gamla daga
Brú
dear mother
I miss you
..
Vatnið
Depressed
Sársaukinn
My face is a mask
He´ll use you
Vinir
Þótt himnar gráti
Our King
Hey mommy
Ég hata jólin
Bálið
Bæn
vond gleðinótt
Flaskan
reiði
Að eilífu
Andvaka bið
Missir
Mótmæli
Hjálpsemi
Kveðja
Sylvia í kjallaranum
Við höfnina
Í garðinum bakvið húsið
Endurgjald
Skrímslið
Búr