Ég hata jólin
Ég hata jólin afþví þá er enginn skóli
engir steinsteypuveggir til að halda mér frá

Ég hata jólin afþví að þá er engin æfing
enginn aðskomustaður til að fela mig á

Ég hata jólin afþví hamingjan ræður ríkjum
og fólk ekkert nema gleði sína sér

Ég hata jólin afþví ég neyðist til að brosa
Svo enginn sjái hvað amar að mér

Ég hata jólin afþví krakkarnir kætast
eftir gjöfum frá góðum jólasveini

Ég hata jólin því ekki er það hann
sem um nætur læðist til mín í leyni

Ég hata jólin afþví að þau eru græðgi
óskir um gjafir og ókominn arf

Ég hata jólin afþví ég sé frá þér pakka
líkt og greiðslu fyrir vel unnið starf

Ég hata jólin afþví ég græt og græt
Ég hata jólin afþví ég hata þig

Ég hata að þurfa að horfa upp á
þig elskaðann af öllum í kringum mig.
 
Stefanía Bergsdóttir
1991 - ...


Ljóð eftir Stefaníu Bergsdóttur

Í gamla daga
Brú
dear mother
I miss you
..
Vatnið
Depressed
Sársaukinn
My face is a mask
He´ll use you
Vinir
Þótt himnar gráti
Our King
Hey mommy
Ég hata jólin
Bálið
Bæn
vond gleðinótt
Flaskan
reiði
Að eilífu
Andvaka bið
Missir
Mótmæli
Hjálpsemi
Kveðja
Sylvia í kjallaranum
Við höfnina
Í garðinum bakvið húsið
Endurgjald
Skrímslið
Búr