botnlausar tunnur
líkamar okkar eru botnlausar tunnur
við hrúgum í þá rusli
en þeir standa það af sér
uns aldurinn færist yfir og
þeir gefa eftir, styttra komnir á sprettinum
líkamar okkar eru botnlausar tunnur
við föllum í stafi
við föllum í faðma þeirra
hrökkvum ofan í hyldýpi einhvers konar tilfinninga
höfnum að lokum í svartholi einhverrar tunnu
þar sem enginn fær losað sig burt
við hrúgum í þá rusli
en þeir standa það af sér
uns aldurinn færist yfir og
þeir gefa eftir, styttra komnir á sprettinum
líkamar okkar eru botnlausar tunnur
við föllum í stafi
við föllum í faðma þeirra
hrökkvum ofan í hyldýpi einhvers konar tilfinninga
höfnum að lokum í svartholi einhverrar tunnu
þar sem enginn fær losað sig burt