Amma sem kenndi mér karate
Nonni litli sem var bara 9 ára var á leiðinni til ömmu sinnar þegar rauður jeppi keyrði framhjá. Hann var nýfluttur í hverfið og þekkti engan nema foreldra sína og ömmu sína sem bjó rétt hjá. Það var orðið að vana hjá honum að heimsækja ömmu sína um þetta leyti, en þá var hann búinn að fara í bað og borða morgunmat. Heima hjá ömmu sinni mundi hann svo spila við hana bridds og borða nýbakaða kanilsnúða í anda ömmu gömlu, eða ömmu Möndu eins og hann kallaði hana. Þegar hann var nýfluttur í hverfið langaði hann mjög mikið að leika við hina krakkana í hverfinu, hann sá þá í boltaleik í sumarsólinni og vildi endilega kynnast þeim. Einu sinni hafði hann meira að segja tekið frumkvæðið og spurt hvort hann mætti vera með, krakkarnir sem hann talaði við leyfðu honum það en þegar hann steig inn á völlinn kom Tommi rauðhærði, stærsti krakkinn á leiksvæðinu. Tommi rauðhærði réð yfir hinum krökkunum og hann vildi alls ekki fá Nonna litla í hópinn. Tommi ýtti Nonna niður og hló að honum. Krakkarnir þorðu ekki að gera neitt og héldu áfram að spila. Nonni tók eftir því að ein af stelpunum horfði á hann með samúð og seinna komst hann að því að þessi stelpa hét Helga og honum fannst hún mjög sæt. Þau hittust oft á ganginum í blokkinni hans Nonna en hún bjó tveim hæðum fyrir neðan. Hann langaði að tala við hana en þorði það ekki. Þau horfðust alltaf í augu og Nonna langaði svo mikið að kyssa hana. Amma hans var vön að hressa hann við og hvetja hann til þess að láta þennan Tomma ekki vaða yfir sig. Hún sagði að ef hann vildi sigra hjarta Helgu ætti hann að sýna þessum Tomma hvar Davíð keypti ölið fyrir framan Helgu og kenna honum lexíu eitt skipti fyrir öll. Seinustu vikuna hafði Nonni mætt til ömmu sinnar og hún hafði kennt honum allt sem hún kunni í karate frá unglingsárum sínum svo að hann gæti barist við Tomma og í dag var seinasti kennslutíminn og dagur bardagans. Stór hnútur var í maganum á Nonna því aðeins örfáir tímar voru í það að hann ætti eftir að ögra Tomma rauðhærða, illkvittnislega feita Tomma rauðhærða. Þegar hann gekk inn í íbúð ömmu sinnar sem stóð opin sá hann ömmu sína liggja nakta á gólfinu. Það lak blóð úr öllum líkamsopum hennar og henni hafði verið kynferðislega nauðgað og barin til dauða.  
Sigurður Þórir Ámundason
1986 - ...


Ljóð eftir Sigurð Þóri Ámundason

Brúnkan, rauðkan og ljóskan
Enginn og haltu kjafti
Amma sem kenndi mér karate
Mannbrot
Tveir tómatar
O.s.frv.
Ekki fyrir byrjendur
Langt frá eilífðinni
Ég græt þegar ég er nakin.
Bardaginn mikli
Ég vildi að ég væri með penna
Því
Stafsetningaprófið
Framvegis
Maðurinn smali
Rödd hennar í útvarpinu
Flugeldar
Dansaðu við vindinn
Kisi sagði voff
Sígarettur
Titill, texti og sýnishorn.
Þangað er ég núna
Mannbrot: Fyrri hluti
Skyndilega þriðjudagur
Bart Simpson og Örninn sem lærði að fljúga
Ritstífla
Snake Cool
Maðurinn sem talaði með augunum
Manstu!
Loftbelgurinn hringlótti
Kaos
Belsebúb
Downs-heilkenni
Við öskrum öll
Tvo
Papalangi
Sögnin að missa