Kvak
Velkomið sé vorið
að vekja það, er sefur.
Ljúf er blessuð sólin,
sem ljósið oss gefur.

Nú vildi ég njóta,
nú fer að verða gaman,
þar sem ást og yndi
unað fá saman.

Gott er enn að geta
glaðst af sólareldi,
þótt ástin mín sé útlæg
um allt hennar veldi.  
Jóhann Gunnar Sigurðsson
1882 - 1906


Ljóð eftir Jóhann Gunnar Sigurðsson

Kvöldbæn
Kvak
Undir seglum (Kveðið í veikindum)
Ad meam stellam - puellam
Þökk
Kveðið í gljúfrum
Í val
Í álögum
Óráð
Fyrir dauðans dyrum
Vísa
Hríð