Í nætureldingunni
Í kvöld er ég kvalin í hjarta

krokna af barnshugans þraut

þá framtíðin blikandi bjarta

beið mín...en hvarf svo á braut.



Í kvöld er mín lundin svo lúin

og leiði í huganum er

sálin er fölnuð og fúin

friðsældin horfin mér.



Í kvöld þá er myrkrið svo magnað

og maðrandi vindurinn hvín

ég get ekki´ í fjötrunum fagnað

sem fangi í eigin pín.



Í kvöld er ég kenni til sefa

á koddann minn leggst ég þá hljótt

svo bið ég að Guð muni gefa

mér góða og friðsæla nótt.

 
Rúna
1960 - ...


Ljóð eftir Rúnu

Lífsganga
Til hans.
Lífssýn
Stormur
Stökur
Að kveldi dags.
Ást í draumi
Erfiljóð
Í nætureldingunni
Ástarljóð til elskunnar minnar.
Draumur
Á vonarvöl