Engillinn minn
Engillinn ánægður í faðmi föður.
Þeir feðgarnir sitja og hlusta á tónlist.
Litli engillinn dansar og reynir að syngja með,
en orðin myndast ekki.
Því engilinn kann ekki að tala
allavega ekki mannamál.
Ég veit að það kemur á endanum,
enda er hann bara ellefu mánaða.
Hann er samt engill.
Hann er engilinn minn
og ég elska hann  
Halldóra Rán
1993 - ...
þetta er um litla bróðir minn því hann er alvöru engill


Ljóð eftir Halldóru Rán

ég þykist
söknuður
ég elska þig
Engillinn minn
Glasið
Tómið
Rimlar sálarinnar
þú
sorry
símreikningurinn
amma
bull