Enn og aftur
Einsemd á ný,
hellist yfir sál og líkama
þessarar einföldu mannveru.
Leið og döpur
röltir hún um í volæði.
Lífið var ekki alltaf svona.
Hlátur og gleði hér áður fyrr
einkenndi líf verunnar.
Því það varst þú,
þú sem að kættir hana.
En græðgin gómaði þig.
Líkt og hrægammur í eyðimörk,
að nærast á sínum seinasta bita.
Þú skildir veru veruleikans eftir í sárum.
Ef þú hefðir ekki fæðst
hefðir þú ekki valdið uslanum.
Mannveran tekur því samt sem áður,
að hún verði líklegast ein að eilífu
 
Kolbrún Gunnarsdóttir
1989 - ...


Ljóð eftir Kolbrúnu

Chicos y Chicas
Ef bara
Kraftaverkið
Reyndu aftur
Enn og aftur
Annar slæmur dagur
Ástin eins og hún er
Minningar
Söknuður og tár
Haustlauf