Annar slæmur dagur
Í næturmyrkrinu heyrist grátur þeirra særðu
Grátur og sorg,
Hatur og org.
Ég þjáist hvern dag því þú ert ekki hér,
Ekki þar, hvergi...
Þú ert mér hulinn,
Sé bara ímynd þína.
Sál þín er ekki eins og ég hélt.
Þekki þig ekki lengur.
Varstu nokkurtíman hjá mér í hjartastað?
Þú hvílir hjá englunum, kannski fæddistu aldrei.
Það er ekki hægt að syrgja það sem að er ekki,
Var ekki og mun aldrei verða.
Ætli ég sé þá glöð eftir allt saman?
Það er þunn lína milli gleði og sorg,
Kannski er engin lína hjá mér,
Það er bara þoka.
Ekkert nema þykk þoka lífsins
 
Kolbrún Gunnarsdóttir
1989 - ...


Ljóð eftir Kolbrúnu

Chicos y Chicas
Ef bara
Kraftaverkið
Reyndu aftur
Enn og aftur
Annar slæmur dagur
Ástin eins og hún er
Minningar
Söknuður og tár
Haustlauf