ambíent og tímaritaklippa
Það gerist frekar hægt
Ég er einhvers staðar
Undir yfirborðinu
Líklega neðansjávar
Læt mig fljóta um djúpin
Mig þarf ekki að dreyma þar
Stundum þegar nóttin siglir yfir hafið
þá mælum við okkur mót
Það eru slædsmyndir
Norðurljós
frost
og froðukenndar öldur
hríðarbylur
og mér verður kalt
(á sama tíma í bandaríkjunum birtist frétt í tímariti eftir þekktan franskan vísindamann)
Nú þykir sannað með genarannsóknum að ljóðskáld séu ekki einungis haldin ranghugmyndum, heldur séu þau sú tegund manna sem einni mestri leikni hefur náð í því að vorkenna sjálfum sér og sér til halds og trausts styðja þau sig við hina fallegu ranghverfu sannleikans, myndlíkinguna. Engin veit í raun hvað fyrir þeim vakir en rannsóknir hafa sýnt að enginn veit minna um skáldið sjálft heldur en ljóðið.
Ég er einhvers staðar
Undir yfirborðinu
Líklega neðansjávar
Læt mig fljóta um djúpin
Mig þarf ekki að dreyma þar
Stundum þegar nóttin siglir yfir hafið
þá mælum við okkur mót
Það eru slædsmyndir
Norðurljós
frost
og froðukenndar öldur
hríðarbylur
og mér verður kalt
(á sama tíma í bandaríkjunum birtist frétt í tímariti eftir þekktan franskan vísindamann)
Nú þykir sannað með genarannsóknum að ljóðskáld séu ekki einungis haldin ranghugmyndum, heldur séu þau sú tegund manna sem einni mestri leikni hefur náð í því að vorkenna sjálfum sér og sér til halds og trausts styðja þau sig við hina fallegu ranghverfu sannleikans, myndlíkinguna. Engin veit í raun hvað fyrir þeim vakir en rannsóknir hafa sýnt að enginn veit minna um skáldið sjálft heldur en ljóðið.