Ófullkominn eins og ég er
Stundum er ég týndur
á milli ljóss og myrkurs
Mig langar að vakna
En ég get það ekki

Alltaf þegar ég stend upp
kemur eitthvað uppá
og ég dett

Ef aðeins einu sinni
Ég gæti verið góður
í skólanum
í vinnunni

Næði að sanna mig
Ekki fyrir öðrum
Heldur fyrir sjálfum mér
 
Dagur Dagsson
1986 - ...


Ljóð eftir Dag Dagsson

Þjáning orða
Sama hvað þú gerir
Er ást skilyrðislaus?
Vængbrotið fiðrildi
Hræddur
Ófullkominn eins og ég er
Björt
Eitt andartak
Alla leið til þín