Eitt andartak
Þegar ég leggst upp í rúm
Og lífið leikur við mig
Eitt andartak

Þá get ég ekki annað en hugsað
Hvað það væri gott að deila þessu lífi
Með einhverri sérstakri
Eins og þér

Ég vildi að við gætum gengið um
Og haldist í hendur
þar til að sólin sest

Sama hver þú ert
Ég skal elska þig svo mikið
Að himnarnir gráta þegar ég
hugsa um þig
 
Dagur Dagsson
1986 - ...


Ljóð eftir Dag Dagsson

Þjáning orða
Sama hvað þú gerir
Er ást skilyrðislaus?
Vængbrotið fiðrildi
Hræddur
Ófullkominn eins og ég er
Björt
Eitt andartak
Alla leið til þín