Þrá
Ég er kvalin
Kvalin frá höfði til ilja
Það er eins og þúsund nálar stingist í mig
Kannski allar á sama stað
Svo mikill er verkurinn
Höfuðið er að springa
Heilinn ætlar sér út
Ég þrái svefninn
Svefninn til að hvílast

Hvíldin er minn vinur
En ég get ekki hvílst
Ekki að sjálfdáðu
Til þess þarf ég hjálp
Töflurnar hjálpa
Eftir klst er ég komin í draumaheiminn
Þar svíf ég eins og engill
Hamingjusöm,
Brosandi svefnengill

 
Harpa Rakel
1987 - ...


Ljóð eftir Hörpu

Eins og fuglarnir
dropp
Þrá
dauðinn/lífið
Föst
mistök??
þráir...
held haus
hvað skal gert