dauðinn/lífið
Sjúkraliðar hlaupa
sjálfræðinu er svipt um stund
skundað á spítala
þar sem slanga sett er í maga
allt drasl flæðir út
en í þetta sinn þarf ég EI að gera
öskur heyrist
\"hún er hætt að anda\"
sár grátur berst
á milli brostinna handa
hvað á nú að gera?
vél sem hjálpar að anda

Stúlkan vaknar,
en vaknar þó ekki
hjartsárir vinir tala
en stúlkan sér þá ekki
hún sofnar fljótt
sefur og sefur
uns sjálfræðinu er svipt
enn lengur en hefur

Dagurinn líður
enn á ný hún vaknar
umkringd hvítum veggjum
á nýrri deild hún slaknar
í nýju rúmi, í öðru húsi
þar sem sjúklingar tala við sjálfan sig
tauta í laumi
er hún að missa vitið
eða svífur hún um í draumi?

Hugurinn reikar
fram og tilbaka
nei þetta vildi hún ekki
ekki vildi hún vandræði baka
nú hugur snerist
nú jákvæðari en áður
stúlkan losnar
losnar úr viðjum heljar
stígur hærra upp
sterkari en áður.
 
Harpa Rakel
1987 - ...


Ljóð eftir Hörpu

Eins og fuglarnir
dropp
Þrá
dauðinn/lífið
Föst
mistök??
þráir...
held haus
hvað skal gert