Sígarettur
Kvikmyndinni er lokið. Hún var ekki mjög góð. Ljósin birtast. Hálffullur salurinn er á leiðinni út. Hver einstaklingur þarf að taka hænuskref í átt að útgönguleiðinni. Flestir eru bognir í baki og eru að klæða sig í flíkurnar. Nokkrir í hópnum eru að tala saman, flestir þeirra eru ungir og hlæja af og til. Með þeim fremstu í röðinni eru gömul hjón á aldrinum fimmtíu og fimm til sextíu og fimm. Allir þykjast vera að hugsa um eitthvað annað, en þau vita öll að allir eru að hugsa um myndina sem þau voru að enda við að horfa á. Flestum finnst þessi staðreynd berskjalda þau. Tónlistin sem spilast eftir myndina er slæmt froðupopp og ef að þú myndir líta á tjaldið mundir þú sjá að kona sem heitir Anne Jennings-Rich var ein þeirra sem sá um fatahönnunina en, augljóslega, kemur það ekki mikilvægi þessa ljóðs við.  
Sigurður Þórir Ámundason
1986 - ...


Ljóð eftir Sigurð Þóri Ámundason

Brúnkan, rauðkan og ljóskan
Enginn og haltu kjafti
Amma sem kenndi mér karate
Mannbrot
Tveir tómatar
O.s.frv.
Ekki fyrir byrjendur
Langt frá eilífðinni
Ég græt þegar ég er nakin.
Bardaginn mikli
Ég vildi að ég væri með penna
Því
Stafsetningaprófið
Framvegis
Maðurinn smali
Rödd hennar í útvarpinu
Flugeldar
Dansaðu við vindinn
Kisi sagði voff
Sígarettur
Titill, texti og sýnishorn.
Þangað er ég núna
Mannbrot: Fyrri hluti
Skyndilega þriðjudagur
Bart Simpson og Örninn sem lærði að fljúga
Ritstífla
Snake Cool
Maðurinn sem talaði með augunum
Manstu!
Loftbelgurinn hringlótti
Kaos
Belsebúb
Downs-heilkenni
Við öskrum öll
Tvo
Papalangi
Sögnin að missa