Sígarettur
Kvikmyndinni er lokið. Hún var ekki mjög góð. Ljósin birtast. Hálffullur salurinn er á leiðinni út. Hver einstaklingur þarf að taka hænuskref í átt að útgönguleiðinni. Flestir eru bognir í baki og eru að klæða sig í flíkurnar. Nokkrir í hópnum eru að tala saman, flestir þeirra eru ungir og hlæja af og til. Með þeim fremstu í röðinni eru gömul hjón á aldrinum fimmtíu og fimm til sextíu og fimm. Allir þykjast vera að hugsa um eitthvað annað, en þau vita öll að allir eru að hugsa um myndina sem þau voru að enda við að horfa á. Flestum finnst þessi staðreynd berskjalda þau. Tónlistin sem spilast eftir myndina er slæmt froðupopp og ef að þú myndir líta á tjaldið mundir þú sjá að kona sem heitir Anne Jennings-Rich var ein þeirra sem sá um fatahönnunina en, augljóslega, kemur það ekki mikilvægi þessa ljóðs við.