Leyndarmálið
Leyndarmálið sem kom í gær
hugmyndin var fjærri öllum þeim
hugsunum sem áttu sér stað.
Líkamar snertust og byrjuðu að svitna,
lostinn var orðinn óbærilegur,
blóðstreymið olli ekki vonbrigðum,
vökvar streymdu um allt.

Nágrannar roðnuðu.
Fuglarnir sungu,
sungu um ástina og fegurðina,
fegurðina bakvið ástina.
Og ástina bakvið fegurðina.  
Almar Þór
1974 - ...


Ljóð eftir Almar

Alltaf
Ég um mig
Leyndarmálið
Teiknimynd
Raddirnar
Fegurð
Ein mínúta
Mér þótti vænt um þig
Ástin mín Guðrún