Raddirnar
Háværar raddir heyrast.
Mig svimar af öllu þessu rugli.
hvað er það sem er svona erfitt?
Skilningur á réttu og röngu.

Getur brjálæðin farið með menn svona
svo að fólk hlaupi upp húsveggi
á köldum sumardegi.

Raddirnar ætla aldrei að hætta,
hætta öskra, pískra og hlæja.
Hlæja að mér.
Fyrir það eina að vita,
vita um hugsanir.
Hugsanir sem áttu að deyja,
deyja út úr sér.  
Almar Þór
1974 - ...


Ljóð eftir Almar

Alltaf
Ég um mig
Leyndarmálið
Teiknimynd
Raddirnar
Fegurð
Ein mínúta
Mér þótti vænt um þig
Ástin mín Guðrún