Herðapúðar hótelsstarfsmanns.
Þegar ég er settur í bláan jakka
og á mig er hnýtt svart bindi
þá leiðir það óneitanlega af sér
þá atburðarrás
að ég klæðist í snatri
hvítri skyrtu
svörtum buxum
og svörtum skóm.
Ef það eru herðapúðar á jakkanum
þá kinka ég kolli um leið og ég brosi,
sama hvað verið er að segja við mig.
Ég á í frekar litlum erfiðleikum með
að sýna almenna kurteisi og næ jafnvel
að sjarmera taugaveiklaða milljónamæringa með snaggarlegum, útpældum, svörum um notkun á landakortum, tækjabúnaði, menningarlegum mannvistarleyfum og sjónvarpsleiðbeiningum.
Stundum öðlast ég vinalegheit sem bestum er lýst í heilögum ritningum helgigosanna.
Ég er ekki í vasabillíard í þessum borginmannlegu klæðum.
Ég lít afar sjaldan út fyrir það að vera blankur.
Það sést ekki á mér að ég rúnki mér í tíma og ótíma.
Það veit enginn að stundum stari ég út í loftið í marga klukkutíma, bara til þess að reyna að drepa tímann.
Það heldur enginn að ég tali stundum upphátt við sjálfan mig og dansi nakinn og kreysti á mér magann þannig að uppsöfnuð fita liggi milli fingra mér.
Nei ég er stundum staðsettur í annarri veröld
Þar sem ég er í BLÁUM JAKKA,SVÖRTU BINDI,HVITRI SKYRTU,SVÖRTUM BUXUM OG SVÖRTUM SKÓM þá sér enginn í gegn
því herðapúðarnir eru í raun svo háir
að
enginn kemst yfir þá
nema fuglinn
fljúgandi.
og á mig er hnýtt svart bindi
þá leiðir það óneitanlega af sér
þá atburðarrás
að ég klæðist í snatri
hvítri skyrtu
svörtum buxum
og svörtum skóm.
Ef það eru herðapúðar á jakkanum
þá kinka ég kolli um leið og ég brosi,
sama hvað verið er að segja við mig.
Ég á í frekar litlum erfiðleikum með
að sýna almenna kurteisi og næ jafnvel
að sjarmera taugaveiklaða milljónamæringa með snaggarlegum, útpældum, svörum um notkun á landakortum, tækjabúnaði, menningarlegum mannvistarleyfum og sjónvarpsleiðbeiningum.
Stundum öðlast ég vinalegheit sem bestum er lýst í heilögum ritningum helgigosanna.
Ég er ekki í vasabillíard í þessum borginmannlegu klæðum.
Ég lít afar sjaldan út fyrir það að vera blankur.
Það sést ekki á mér að ég rúnki mér í tíma og ótíma.
Það veit enginn að stundum stari ég út í loftið í marga klukkutíma, bara til þess að reyna að drepa tímann.
Það heldur enginn að ég tali stundum upphátt við sjálfan mig og dansi nakinn og kreysti á mér magann þannig að uppsöfnuð fita liggi milli fingra mér.
Nei ég er stundum staðsettur í annarri veröld
Þar sem ég er í BLÁUM JAKKA,SVÖRTU BINDI,HVITRI SKYRTU,SVÖRTUM BUXUM OG SVÖRTUM SKÓM þá sér enginn í gegn
því herðapúðarnir eru í raun svo háir
að
enginn kemst yfir þá
nema fuglinn
fljúgandi.