Skyndilega þriðjudagur
Skyndilega breyttist veðrið frá rigningu í sól og ég gekk áfram. Þegar ég kom að bílastæðinu rétt hjá Landakoti las ég á jörðinni í rauðum krítarstöfum að ég ætti að fylgja pílunum á einum fæti. Ég elti pílurnar á einum fæti og eftir smástund var ég kominn á leikvöllinn á túninu. Þar stóð að ég ætti að standa þar og syngja Gamla Nóa tíu sinnum með lokuðum augum og eins hátt og ég gæti. Ég lokaði augunum og saung Gamla Nóa tíu sinnum eins hátt og ég gat. Þegar ég opnaði augunum stóð ung manneskja fyrir framan mig og starði á mig.
-Afhverju ertu að þessu?
Ég starði á móti.
-Bílastæðið sagði mér að gera það.
Skyndilega breyttist veðrið frá sól í rigningu og ég gekk áfram.
-Afhverju ertu að þessu?
Ég starði á móti.
-Bílastæðið sagði mér að gera það.
Skyndilega breyttist veðrið frá sól í rigningu og ég gekk áfram.
Ég er Halldór Laxness.