Sirrý
Sirrý góða Sirrý
sofðu vært og rótt
ekkert skal í elífðinni
ergja þig í nótt.

Englarnir góðu vaka
og líta eftir þér
ég sendi þá alla til þín
með litla kveðju frá mér.

Heyrt hef ég sagt af mönnum
þeim er trúi ég best,
að fegurstu laufblöð trjánna
þurfi að líða mest.

Ekki taka því ill
þó enginn sjái þig nú
einhver mun yfir þér vaka
og elsk\'upp á ær og trú.

Sirrý góða Sirrý
sofðu vel og rótt
ekkert skal í elífðinni
ergja þig í nótt.  
GJ Grétarsson
1983 - ...


Ljóð eftir GJ Grétarsson

Ljóða flóð
Barnið besta
Ljóð um ljóð
Staka
Þökk
Ást
Sirrý
Skuggarnir
Ósk