Ósk
Ekkert vildi ég frekar,
en vera einn með þér
og vita að heimurinn
stendur með mér.
Stinga saman nefjum,
eiga góða stund
sem lyftir okkar geði
og gleddi okkar lund.
Ómæld yrði hamingjan
að eiga slíkan fund.

En tíminn virðist horfinn
hann týndist í gær,
og enginn var í holti,
heyrandi nær,
nema lítil stjarna,
blikandi, skær,
sem stundum virðist nærri
en oftast er hún fjær
því engum virðist líka
hennar stóru klær.

Ég bíð nú enn og vona
að byrti yfir þér,
svo vítiskvalirnar allar
fari burt frá mér.  
GJ Grétarsson
1983 - ...


Ljóð eftir GJ Grétarsson

Ljóða flóð
Barnið besta
Ljóð um ljóð
Staka
Þökk
Ást
Sirrý
Skuggarnir
Ósk