Manstu!
-Manstu! Manstu þegar við vorum eitthvað úti hjá hólnum og þá kom rigning og við þurftum þá að hlaupa alla leiðina á hótelið, ha, og við vorum blaut og þá - og svo bjuggum við til íssósu, ha, og þú fórst og keyptir ís á meðan mamma bjó til íssósu. Og svo var ísinn geðveikt skrítinn litur á litinn, ha, eitthvað blátt, eitthvað. Manstu svo þegar við, þarna, fórum á ströndina, við ætluðum fyrst að fara í vatnsgarðinn en hann var lokaður eða bíllinn vildi ekki fara og svo var Inga næstum búin að missa sundskýluna, ha, það var ógeðslega fyndið. Pabbi manstu? Svo þegar við vorum í lyftunni og það var þarna gamalt fólk og þau töluðu geðveikt fyndið og við vorum næstum farin að hlæja, ha, en þú hélst um munninn okkar. Og svo þegar við vorum - við fórum í flugvélina og hún hrapaði næstum, eða þú hélst það eitthvað, ha, og mamma hló geðveikt, manstu?
-Já, ég man, ég man, ég man og ég man líka það, og vel orðað sonur því að frásögn segir meir en nokkur saga. Held ég.
-Já, ég man, ég man, ég man og ég man líka það, og vel orðað sonur því að frásögn segir meir en nokkur saga. Held ég.