Bálið
Grátandi nætur svo fullar af tómi
Í dagsins morgunskímu að eilífu ljómi
Hjálparbeðni rituð á óskiljanlegu máli
Þú ýtir mér frá, það aldrei má sjá
Að stúlkan þín brennur á sorgarbáli

Enginn veit það fljót í hennar huga
Skreytir sterkt því sem marga mun buga
Kokytos sjálft í sálu hennar syndir
En það er ekkert að, þetta snýst ekki um það
Að þú ert sú sem undir mér kyndir

Af syndunum sjö eina sterkt ber hana
Drottningin skilur það verði sér að bana
Þótt fljótið róist því storminn hefur lægt
Mér þykir það leitt, gleymst hefur eitt
Aftur í nótt brennur stúlkan þín hægt.
 
Stefanía Bergsdóttir
1991 - ...


Ljóð eftir Stefaníu Bergsdóttur

Í gamla daga
Brú
dear mother
I miss you
..
Vatnið
Depressed
Sársaukinn
My face is a mask
He´ll use you
Vinir
Þótt himnar gráti
Our King
Hey mommy
Ég hata jólin
Bálið
Bæn
vond gleðinótt
Flaskan
reiði
Að eilífu
Andvaka bið
Missir
Mótmæli
Hjálpsemi
Kveðja
Sylvia í kjallaranum
Við höfnina
Í garðinum bakvið húsið
Endurgjald
Skrímslið
Búr