Bálið
Grátandi nætur svo fullar af tómi
Í dagsins morgunskímu að eilífu ljómi
Hjálparbeðni rituð á óskiljanlegu máli
Þú ýtir mér frá, það aldrei má sjá
Að stúlkan þín brennur á sorgarbáli
Enginn veit það fljót í hennar huga
Skreytir sterkt því sem marga mun buga
Kokytos sjálft í sálu hennar syndir
En það er ekkert að, þetta snýst ekki um það
Að þú ert sú sem undir mér kyndir
Af syndunum sjö eina sterkt ber hana
Drottningin skilur það verði sér að bana
Þótt fljótið róist því storminn hefur lægt
Mér þykir það leitt, gleymst hefur eitt
Aftur í nótt brennur stúlkan þín hægt.
Í dagsins morgunskímu að eilífu ljómi
Hjálparbeðni rituð á óskiljanlegu máli
Þú ýtir mér frá, það aldrei má sjá
Að stúlkan þín brennur á sorgarbáli
Enginn veit það fljót í hennar huga
Skreytir sterkt því sem marga mun buga
Kokytos sjálft í sálu hennar syndir
En það er ekkert að, þetta snýst ekki um það
Að þú ert sú sem undir mér kyndir
Af syndunum sjö eina sterkt ber hana
Drottningin skilur það verði sér að bana
Þótt fljótið róist því storminn hefur lægt
Mér þykir það leitt, gleymst hefur eitt
Aftur í nótt brennur stúlkan þín hægt.