Á vonarvöl
Svo nístir æ hryggðin mitt hjarta,
til heljar sem veröldin snýr.
Sú framtíðin blikandi bjarta
sem beljandi óveðurs-gnýr.
Svo hvað ætli Guð muni gera
ef gæti hann ívilnað þér?
Æ, skildi hann vinur þér vera
gegn veðursins ógnanna her?

En æ kemur vor eftir vetri
svo vindana lægir um hríð
þín líðan í brjóstinu betri
og bjartari veðursins tíð.
Þig eina mig langar að leiða
til lífsins, æ vina mín kær,
Drottin svo bljúg vil ég beiða
hann beri þig sorginni fjær.

 
Rúna
1960 - ...


Ljóð eftir Rúnu

Lífsganga
Til hans.
Lífssýn
Stormur
Stökur
Að kveldi dags.
Ást í draumi
Erfiljóð
Í nætureldingunni
Ástarljóð til elskunnar minnar.
Draumur
Á vonarvöl