

Svo nístir æ hryggðin mitt hjarta,
til heljar sem veröldin snýr.
Sú framtíðin blikandi bjarta
sem beljandi óveðurs-gnýr.
Svo hvað ætli Guð muni gera
ef gæti hann ívilnað þér?
Æ, skildi hann vinur þér vera
gegn veðursins ógnanna her?
En æ kemur vor eftir vetri
svo vindana lægir um hríð
þín líðan í brjóstinu betri
og bjartari veðursins tíð.
Þig eina mig langar að leiða
til lífsins, æ vina mín kær,
Drottin svo bljúg vil ég beiða
hann beri þig sorginni fjær.
til heljar sem veröldin snýr.
Sú framtíðin blikandi bjarta
sem beljandi óveðurs-gnýr.
Svo hvað ætli Guð muni gera
ef gæti hann ívilnað þér?
Æ, skildi hann vinur þér vera
gegn veðursins ógnanna her?
En æ kemur vor eftir vetri
svo vindana lægir um hríð
þín líðan í brjóstinu betri
og bjartari veðursins tíð.
Þig eina mig langar að leiða
til lífsins, æ vina mín kær,
Drottin svo bljúg vil ég beiða
hann beri þig sorginni fjær.