Loftbelgurinn hringlótti
Þegar loftbelgurinn losaði sig undan hlekkjum reipanna sem grófu sig djúpt í jörðina þá héldu þeir enn fast við reipin og flugu fljótlega upp. Tvíburarnir tveir voru brátt tugfalt höfuðum hærri en vinnufélagar sínir sem á jörðu litu upp í undrun og ógn. Því lengur sem þeir héldu því hærra þeir flugu. Jósteinn, sem fæddist einnri og hálfri mínútu á eftir Geirmundi og sá sem framkvæmdi alltaf áður en hann hugsaði, sleppti taki og féll þrettán metra niður og slapp með minniháttar meiðsl. Geirmundur, sem hugsaði ávallt áður en hann framkvæmdi, þorði ekki að sleppa. Lofthræddur fór hann hærra og hærra þar til hann hvarf út í nóttina.
Flautandi þegar hann lenti á rauðum ljósum, Jósteinn var aldrei heill eftir þetta. Það var eitthvað sem ekki var til staðar.
Hvað sem það var þá var það komið hálfa leiðina til tunglsins.
Flautandi þegar hann lenti á rauðum ljósum, Jósteinn var aldrei heill eftir þetta. Það var eitthvað sem ekki var til staðar.
Hvað sem það var þá var það komið hálfa leiðina til tunglsins.