Loftbelgurinn hringlótti
Þegar loftbelgurinn losaði sig undan hlekkjum reipanna sem grófu sig djúpt í jörðina þá héldu þeir enn fast við reipin og flugu fljótlega upp. Tvíburarnir tveir voru brátt tugfalt höfuðum hærri en vinnufélagar sínir sem á jörðu litu upp í undrun og ógn. Því lengur sem þeir héldu því hærra þeir flugu. Jósteinn, sem fæddist einnri og hálfri mínútu á eftir Geirmundi og sá sem framkvæmdi alltaf áður en hann hugsaði, sleppti taki og féll þrettán metra niður og slapp með minniháttar meiðsl. Geirmundur, sem hugsaði ávallt áður en hann framkvæmdi, þorði ekki að sleppa. Lofthræddur fór hann hærra og hærra þar til hann hvarf út í nóttina.
Flautandi þegar hann lenti á rauðum ljósum, Jósteinn var aldrei heill eftir þetta. Það var eitthvað sem ekki var til staðar.
Hvað sem það var þá var það komið hálfa leiðina til tunglsins.

 
Sigurður Þórir Ámundason
1986 - ...


Ljóð eftir Sigurð Þóri Ámundason

Brúnkan, rauðkan og ljóskan
Enginn og haltu kjafti
Amma sem kenndi mér karate
Mannbrot
Tveir tómatar
O.s.frv.
Ekki fyrir byrjendur
Langt frá eilífðinni
Ég græt þegar ég er nakin.
Bardaginn mikli
Ég vildi að ég væri með penna
Því
Stafsetningaprófið
Framvegis
Maðurinn smali
Rödd hennar í útvarpinu
Flugeldar
Dansaðu við vindinn
Kisi sagði voff
Sígarettur
Titill, texti og sýnishorn.
Þangað er ég núna
Mannbrot: Fyrri hluti
Skyndilega þriðjudagur
Bart Simpson og Örninn sem lærði að fljúga
Ritstífla
Snake Cool
Maðurinn sem talaði með augunum
Manstu!
Loftbelgurinn hringlótti
Kaos
Belsebúb
Downs-heilkenni
Við öskrum öll
Tvo
Papalangi
Sögnin að missa