Rimlar sálarinnar
Bakvið rimla sálarinnar
sit ég
lítil stelpa.
Læt mig dreyma um frelsi tjáningarinnar
og fegurð ástarinnar.
Í huga mínum rignir,
þar rignir silfurtárum
úr fylgsni hjartans.
Ég græt vegna þjáninganna
bakvið rimla sálarinnar.
Líf mitt er ei líf sem þú nýtur.
Ég bý í helvíti.
Sverðin sem stingast í iljarnar,
skotin úr byssum hatursins
fljúga um gráan himininn,
hitta einn og einn fugl sem flýgur
frá eldi pyntingarinnar.
Það byrjar að rigna
litli logi vonar minnar slokknar
og lífið ég kveð
sit ég
lítil stelpa.
Læt mig dreyma um frelsi tjáningarinnar
og fegurð ástarinnar.
Í huga mínum rignir,
þar rignir silfurtárum
úr fylgsni hjartans.
Ég græt vegna þjáninganna
bakvið rimla sálarinnar.
Líf mitt er ei líf sem þú nýtur.
Ég bý í helvíti.
Sverðin sem stingast í iljarnar,
skotin úr byssum hatursins
fljúga um gráan himininn,
hitta einn og einn fugl sem flýgur
frá eldi pyntingarinnar.
Það byrjar að rigna
litli logi vonar minnar slokknar
og lífið ég kveð