Á háaloftinu.
Á háaloftinu heima
heyri ég daufar raddir
horfinna daga.
Hugur minn saknar
aldinna veralda bergmáls.
Timinn er burtu floginn
yfir mörk liðinna daga
og raddirnar óma
inní hvelfingu sína.
Enn er bergmálið heima,
á háalofti hugsanir hvísla:
Hvar ertu núna,
hvar ert minning
liðinna tíma?
heyri ég daufar raddir
horfinna daga.
Hugur minn saknar
aldinna veralda bergmáls.
Timinn er burtu floginn
yfir mörk liðinna daga
og raddirnar óma
inní hvelfingu sína.
Enn er bergmálið heima,
á háalofti hugsanir hvísla:
Hvar ertu núna,
hvar ert minning
liðinna tíma?
Þetta er ekki beint skopmynd, en margt úr æskunni á Akranesi nartar í söknuðarstreymi.