

Langisandur liggur enn,
leikur við báru og skel.
Barn í galsa gleði sinnar
greypir í sandinn
sinn einka alheim
með fötu og skóflu.
Sakleysið lýsir upp
hugarheiminn
og sól á himni heiðum
kyssir báru og skel
á æskuslóðum
á Langasandi.
leikur við báru og skel.
Barn í galsa gleði sinnar
greypir í sandinn
sinn einka alheim
með fötu og skóflu.
Sakleysið lýsir upp
hugarheiminn
og sól á himni heiðum
kyssir báru og skel
á æskuslóðum
á Langasandi.
Æskuminning af Nesi Akra, ristir oft djúpt og kallar á söknuð.