Lífsleiði.
Ég fitla í fyrnd
er flest var gott.
Nú glötuð er girnd,
og gamanið brott.
Skellur aldur á,
æskuþróttur dvín,
vinir falla frá,
fátt er lengur grín.
Vonarsólin sest,
hér sit ég getulaus.
Skjól í fokin flest,
því flóttaveginn kaus.
Nefnt hið ljúfa líf,
losti, synd og hel,
lygar vín og víf,
vítishugarþel.
Geng um dimman dal,
í dimmum þokuhjúp.
Sjálfsins vafrar val
villt um hugans djúp
og flestöll skúmaskot;
skímu leitar að:
Eintómt óðagot,
engan samastað
sál né finnur frið
í flótta syndaranns:
Engan gefur grið
grimmdin Andskotans.
er flest var gott.
Nú glötuð er girnd,
og gamanið brott.
Skellur aldur á,
æskuþróttur dvín,
vinir falla frá,
fátt er lengur grín.
Vonarsólin sest,
hér sit ég getulaus.
Skjól í fokin flest,
því flóttaveginn kaus.
Nefnt hið ljúfa líf,
losti, synd og hel,
lygar vín og víf,
vítishugarþel.
Geng um dimman dal,
í dimmum þokuhjúp.
Sjálfsins vafrar val
villt um hugans djúp
og flestöll skúmaskot;
skímu leitar að:
Eintómt óðagot,
engan samastað
sál né finnur frið
í flótta syndaranns:
Engan gefur grið
grimmdin Andskotans.