Rósin.
Ein er rós, eitt blóm sem býr í skugga,
er bölvun hlaut og sólar nýtur eigi...
Horfin ár þú sérð í sálarglugga
og sorgina er fylgdi hverjum degi.
Ein jarðarsál er lifir dimma daga
í djúpum helli ævilangrar nætur.
Á förnum vegi er hist og sögð ein saga
af syndum lífs og visið blómið grætur.
Þó að vindar þerri burtu tárin,
þýði upp og vermi kalin hjörtu
þá gáir þú í gömlu týndu árin
og grefur þig í minningunum svörtu.
Þannig líður tíminn, ár og aldir,
um eilífðina dansa lífs á sviði
allir þeir sem hafa verið valdir
að verða okkur jurtunum að liði.
Er sannleiksfræi er sáð í þínu hjarta
því sinntu vel og nærðu á hverjum degi;
sjáðu til, þá færðu framtíð bjarta,
framtíð sem er helguð andans vegi.
En ef þú vinur ekki heyrir kallið,
ef þú freakar velur annan kósinn,
þú hnjóta munt og hrapa niður fjallið,
í hyldýpinu lendir einsog rósin.
er bölvun hlaut og sólar nýtur eigi...
Horfin ár þú sérð í sálarglugga
og sorgina er fylgdi hverjum degi.
Ein jarðarsál er lifir dimma daga
í djúpum helli ævilangrar nætur.
Á förnum vegi er hist og sögð ein saga
af syndum lífs og visið blómið grætur.
Þó að vindar þerri burtu tárin,
þýði upp og vermi kalin hjörtu
þá gáir þú í gömlu týndu árin
og grefur þig í minningunum svörtu.
Þannig líður tíminn, ár og aldir,
um eilífðina dansa lífs á sviði
allir þeir sem hafa verið valdir
að verða okkur jurtunum að liði.
Er sannleiksfræi er sáð í þínu hjarta
því sinntu vel og nærðu á hverjum degi;
sjáðu til, þá færðu framtíð bjarta,
framtíð sem er helguð andans vegi.
En ef þú vinur ekki heyrir kallið,
ef þú freakar velur annan kósinn,
þú hnjóta munt og hrapa niður fjallið,
í hyldýpinu lendir einsog rósin.