vond gleðinótt
Það var svo gaman þá gleðinótt
Þú varst án efa heima sofandi rótt
Í ríki vímu og ljósa við lifðum hratt
Þar hamingjan réði ég segi það satt

En fyrr en varði að mér sveið
Ljósin hurfu og það yfir mig leið
Meðan draumar þig báru yfir land og haf
Ég meðvitund náði á mun ljótari stað

Vaxandi ógleði að gömlum sið
Og vessar á gólfum sem ég kannaðist við
Ég fyrr var ei vöknuð en kallað var hast
Í mig var gripið og ýtt niður fast

Rann mér í ljós þetta níðingsumsátur
Versta hljóð heims hans andstyggðar hlátur
Óvelkominn djöfull sig heimakominn gerði
Yfir mína sálu með illsku sinni serði

Þú vaknar þá nótt með óþægilega líðan
En ég hef ekki sofið rólega síðan
Þeir skildu mig eftir með illskuna eina
Þeir skildu mig eftir svo mikið óhreina

Á endanum heim á stíginn langa
Bundin í sárum sú sorgarganga
Þú heilsaðir með brosandi andliti þínu
Spurðir og beiðst eftir svari mínu.
 
Stefanía Bergsdóttir
1991 - ...


Ljóð eftir Stefaníu Bergsdóttur

Í gamla daga
Brú
dear mother
I miss you
..
Vatnið
Depressed
Sársaukinn
My face is a mask
He´ll use you
Vinir
Þótt himnar gráti
Our King
Hey mommy
Ég hata jólin
Bálið
Bæn
vond gleðinótt
Flaskan
reiði
Að eilífu
Andvaka bið
Missir
Mótmæli
Hjálpsemi
Kveðja
Sylvia í kjallaranum
Við höfnina
Í garðinum bakvið húsið
Endurgjald
Skrímslið
Búr