vond gleðinótt
Það var svo gaman þá gleðinótt
Þú varst án efa heima sofandi rótt
Í ríki vímu og ljósa við lifðum hratt
Þar hamingjan réði ég segi það satt
En fyrr en varði að mér sveið
Ljósin hurfu og það yfir mig leið
Meðan draumar þig báru yfir land og haf
Ég meðvitund náði á mun ljótari stað
Vaxandi ógleði að gömlum sið
Og vessar á gólfum sem ég kannaðist við
Ég fyrr var ei vöknuð en kallað var hast
Í mig var gripið og ýtt niður fast
Rann mér í ljós þetta níðingsumsátur
Versta hljóð heims hans andstyggðar hlátur
Óvelkominn djöfull sig heimakominn gerði
Yfir mína sálu með illsku sinni serði
Þú vaknar þá nótt með óþægilega líðan
En ég hef ekki sofið rólega síðan
Þeir skildu mig eftir með illskuna eina
Þeir skildu mig eftir svo mikið óhreina
Á endanum heim á stíginn langa
Bundin í sárum sú sorgarganga
Þú heilsaðir með brosandi andliti þínu
Spurðir og beiðst eftir svari mínu.
Þú varst án efa heima sofandi rótt
Í ríki vímu og ljósa við lifðum hratt
Þar hamingjan réði ég segi það satt
En fyrr en varði að mér sveið
Ljósin hurfu og það yfir mig leið
Meðan draumar þig báru yfir land og haf
Ég meðvitund náði á mun ljótari stað
Vaxandi ógleði að gömlum sið
Og vessar á gólfum sem ég kannaðist við
Ég fyrr var ei vöknuð en kallað var hast
Í mig var gripið og ýtt niður fast
Rann mér í ljós þetta níðingsumsátur
Versta hljóð heims hans andstyggðar hlátur
Óvelkominn djöfull sig heimakominn gerði
Yfir mína sálu með illsku sinni serði
Þú vaknar þá nótt með óþægilega líðan
En ég hef ekki sofið rólega síðan
Þeir skildu mig eftir með illskuna eina
Þeir skildu mig eftir svo mikið óhreina
Á endanum heim á stíginn langa
Bundin í sárum sú sorgarganga
Þú heilsaðir með brosandi andliti þínu
Spurðir og beiðst eftir svari mínu.