reiði
Nú rimlar reiðinnar þrengja að mér
bein mín öskra og vöðvar slitna
sál mín titrar bjargi hver sér
á hverjum ætti það núna að bitna

Hár mitt brennur þá skelf ég öll
hendur sem þrá að brjóta og brotna
í skyndi gleymd öll mín helgispjöll
haltu mér niðri í nótt mun ég rotna

Það veit það enginn þá síst ég sjálf
er reiðin loksins af mér rennur
hjartað brotið og sál mín hálf
lengst þar inni enn hún brennur  
Stefanía Bergsdóttir
1991 - ...


Ljóð eftir Stefaníu Bergsdóttur

Í gamla daga
Brú
dear mother
I miss you
..
Vatnið
Depressed
Sársaukinn
My face is a mask
He´ll use you
Vinir
Þótt himnar gráti
Our King
Hey mommy
Ég hata jólin
Bálið
Bæn
vond gleðinótt
Flaskan
reiði
Að eilífu
Andvaka bið
Missir
Mótmæli
Hjálpsemi
Kveðja
Sylvia í kjallaranum
Við höfnina
Í garðinum bakvið húsið
Endurgjald
Skrímslið
Búr