reiði
Nú rimlar reiðinnar þrengja að mér
bein mín öskra og vöðvar slitna
sál mín titrar bjargi hver sér
á hverjum ætti það núna að bitna
Hár mitt brennur þá skelf ég öll
hendur sem þrá að brjóta og brotna
í skyndi gleymd öll mín helgispjöll
haltu mér niðri í nótt mun ég rotna
Það veit það enginn þá síst ég sjálf
er reiðin loksins af mér rennur
hjartað brotið og sál mín hálf
lengst þar inni enn hún brennur
bein mín öskra og vöðvar slitna
sál mín titrar bjargi hver sér
á hverjum ætti það núna að bitna
Hár mitt brennur þá skelf ég öll
hendur sem þrá að brjóta og brotna
í skyndi gleymd öll mín helgispjöll
haltu mér niðri í nótt mun ég rotna
Það veit það enginn þá síst ég sjálf
er reiðin loksins af mér rennur
hjartað brotið og sál mín hálf
lengst þar inni enn hún brennur