

Breiðir þögn á blóm og runna
blæju næfurþunna.
Hagamús í holumunna
hallar sér á vangann.
Stundin hljóðlát staðar nemur,
stillan blæinn hemur.
Nóttin bjarta kyrrlát kemur
klædd í sumarangan.
blæju næfurþunna.
Hagamús í holumunna
hallar sér á vangann.
Stundin hljóðlát staðar nemur,
stillan blæinn hemur.
Nóttin bjarta kyrrlát kemur
klædd í sumarangan.