Íslandskross
Laufin liggja á götum allra,
líf og straumar flæða ei meir.
Ljóssins styrkur líður sællra,
laufið þegar orðið leir.

Ísinn bráðnar ískrið vaknar,
ískyggilega klaka þíð.
Ímynd manna í móði saknar,
í miðjum frosta Íslands tíð.

Fallinn fnykur bograr strýkur,
finnur skilningsvitum stað.
festir fingrum þar til lýkur,
fótum beiskju sest þar að.

Kalinn klettur klifrar lúinn,
kolsvart bergið finnur fró.
Kallar af krafti á mannamúginn,
klettsins þrá um sálarró.

Veriði sæl og blessunar líða,
velfærnis visku bið til oss.
Vaki nú menn og vættirnir víða,
vellunnarar oss Íslands kross.

 
Elínborg Harpa Sæmundsdóttir
1979 - ...


Ljóð eftir Elínborgu Hörpu Sæmundsdóttur

Íslandskross
Skaparinn
Blandan
Glerkúlubúar
Regnið
Stafrófið
Sorg
Gabríel
Aska
Ákvörðun