Stafrófið
Í dag
var ég orðlaus
svo lokaði ég augunum
tók alla stafina
úr stafrófinu
og henti þeim á gólfið
svo opnaði ég augun
og týndi upp
orð handa mér  
Elínborg Harpa Sæmundsdóttir
1979 - ...


Ljóð eftir Elínborgu Hörpu Sæmundsdóttur

Íslandskross
Skaparinn
Blandan
Glerkúlubúar
Regnið
Stafrófið
Sorg
Gabríel
Aska
Ákvörðun