Hringrás
ÉG stóð og horfði agndofa á kreppuna.
Hneppti að mér úlpunni og beltinu.
Fann hvermig mér varð kalt.
Horfði döprum augum á hríslu sem lét undan í vindinum.
Sá hvernig skafrenningurinn þaut miskunnarlaust um göturnar.
Tómar kókdósir, rifnir bónuspokar.
Gluggarnir ristastórir og kaldir, gínurnar einungis íklæddar mölétnum útsöluskiltum. Tómar líkamsræktarstöðvarnar spiluðu vélrænt teknó fyrir fátæka afgreiðslustelpu sem átti ekki fyrir viðgerð á sílíkonbrjóstunum sínum.
Læknirinn minn er byrjaður að drekka aftur. Mér finnst einsog mér sé illt í bakinu. Listamennirnir eru farnir að lesa bækur aftur og farnir að reyna að skilja eitthvað í því sem þeir eru að gera. Bóheminn laumast til að kaupa sér fílofax i fyrsta sinn og skrifar niður 1.markmið og lokarmarkmið.
Nemendur í framhaldskólum læra heima í dönsku, saman yfir kertaljósi og hlusta á Bergþóru Árna. Eiturlyfjaneytendurnir nota sem aldrei fyrr og stuðla að mjög mikilli hreyfingu fjármagns.
Konur breytast í hórur. Skrifstofumenn breytast í verkamenn. Ást breytist í kynlíf. Börn breytast í fyrirferðamiklar kostnaðaráætlanir. Smokkar hverfa af markaðinum. Kjaftaskar verða varir um sig. Kvikmyndir bannaðar. Dagblöð verða góð í fyrsta sinn og skemmtileg aflestrar. Fréttirnar verða fáránlega spennó.
Fólk lætur lífið um aldur fram of fæðist um efni fram.
Lífið heldur áfram .
Síðan byrjar einn og einn útí horni að brosa.
Síðan breytast tíu kronur í hundrað kalla og við fáum þúsundkróna sáðlát á ný og rómarveldi endurtekur sig með klamedíu, paranoju og Hummerjeppum.
Hring eftir hring eftir hring
Hneppti að mér úlpunni og beltinu.
Fann hvermig mér varð kalt.
Horfði döprum augum á hríslu sem lét undan í vindinum.
Sá hvernig skafrenningurinn þaut miskunnarlaust um göturnar.
Tómar kókdósir, rifnir bónuspokar.
Gluggarnir ristastórir og kaldir, gínurnar einungis íklæddar mölétnum útsöluskiltum. Tómar líkamsræktarstöðvarnar spiluðu vélrænt teknó fyrir fátæka afgreiðslustelpu sem átti ekki fyrir viðgerð á sílíkonbrjóstunum sínum.
Læknirinn minn er byrjaður að drekka aftur. Mér finnst einsog mér sé illt í bakinu. Listamennirnir eru farnir að lesa bækur aftur og farnir að reyna að skilja eitthvað í því sem þeir eru að gera. Bóheminn laumast til að kaupa sér fílofax i fyrsta sinn og skrifar niður 1.markmið og lokarmarkmið.
Nemendur í framhaldskólum læra heima í dönsku, saman yfir kertaljósi og hlusta á Bergþóru Árna. Eiturlyfjaneytendurnir nota sem aldrei fyrr og stuðla að mjög mikilli hreyfingu fjármagns.
Konur breytast í hórur. Skrifstofumenn breytast í verkamenn. Ást breytist í kynlíf. Börn breytast í fyrirferðamiklar kostnaðaráætlanir. Smokkar hverfa af markaðinum. Kjaftaskar verða varir um sig. Kvikmyndir bannaðar. Dagblöð verða góð í fyrsta sinn og skemmtileg aflestrar. Fréttirnar verða fáránlega spennó.
Fólk lætur lífið um aldur fram of fæðist um efni fram.
Lífið heldur áfram .
Síðan byrjar einn og einn útí horni að brosa.
Síðan breytast tíu kronur í hundrað kalla og við fáum þúsundkróna sáðlát á ný og rómarveldi endurtekur sig með klamedíu, paranoju og Hummerjeppum.
Hring eftir hring eftir hring