Við skúringar
Gamlar tíðir grundar
við gólf og stiga duddar.
Skaft og moppu mundar,
magann á sér nuddar.
Glott við skeggið gælir,
gýtur augum, slórar.
Vatn í moppu mælir,
magann á sér klórar.
Fast um kústinn klípur,
kuski saman smalar,
mjög um moppu grípur,
við magann á sér talar.
Kátur, kjaftaglaður,
kvæði af munni fýkur.
Mikill vexti maður
magann á sér strýkur.
Sápuvatni væddur
vopnum sínum otar,
í morgunsárið mæddur
og magann á sér potar.
Moppar gólf og ganga,
geiflar sig og byrstir.
Í mat fer mjög að langa,
magann á sér hristir.
Garnagaulið krefur,
gerjast hungurþankar,
magnast matarþefur
á magann á sér bankar.
Augum röskum ratar
í ryk á gólfi, spáir.
Marga diska matar
í magann á sér þráir.
Þá hugsun stöðugt stundar
stunum hungurs meður,
moppu sína mundar;
í magann á sér treður!!!
við gólf og stiga duddar.
Skaft og moppu mundar,
magann á sér nuddar.
Glott við skeggið gælir,
gýtur augum, slórar.
Vatn í moppu mælir,
magann á sér klórar.
Fast um kústinn klípur,
kuski saman smalar,
mjög um moppu grípur,
við magann á sér talar.
Kátur, kjaftaglaður,
kvæði af munni fýkur.
Mikill vexti maður
magann á sér strýkur.
Sápuvatni væddur
vopnum sínum otar,
í morgunsárið mæddur
og magann á sér potar.
Moppar gólf og ganga,
geiflar sig og byrstir.
Í mat fer mjög að langa,
magann á sér hristir.
Garnagaulið krefur,
gerjast hungurþankar,
magnast matarþefur
á magann á sér bankar.
Augum röskum ratar
í ryk á gólfi, spáir.
Marga diska matar
í magann á sér þráir.
Þá hugsun stöðugt stundar
stunum hungurs meður,
moppu sína mundar;
í magann á sér treður!!!