Við skúringar
Gamlar tíðir grundar
við gólf og stiga duddar.
Skaft og moppu mundar,
magann á sér nuddar.

Glott við skeggið gælir,
gýtur augum, slórar.
Vatn í moppu mælir,
magann á sér klórar.

Fast um kústinn klípur,
kuski saman smalar,
mjög um moppu grípur,
við magann á sér talar.

Kátur, kjaftaglaður,
kvæði af munni fýkur.
Mikill vexti maður
magann á sér strýkur.

Sápuvatni væddur
vopnum sínum otar,
í morgunsárið mæddur
og magann á sér potar.

Moppar gólf og ganga,
geiflar sig og byrstir.
Í mat fer mjög að langa,
magann á sér hristir.

Garnagaulið krefur,
gerjast hungurþankar,
magnast matarþefur
á magann á sér bankar.

Augum röskum ratar
í ryk á gólfi, spáir.
Marga diska matar
í magann á sér þráir.

Þá hugsun stöðugt stundar
stunum hungurs meður,
moppu sína mundar;
í magann á sér treður!!!  
Þorsteinn Magnússon (Stanya)
1955 - ...


Ljóð eftir Þorstein

Bæn
Synd
Heilræði
Ljóð
Leit
Svarið...
Fuglinn.
Á háaloftinu.
Langisandur.
Ég er alkohólisti.
Bros á vörum.
Orsökin.
Af Sviði.
Lífsleiði.
Rósin.
Bölþula.
Þú sem áttir.
Kona.
Barn í götu.
Gleðistund.
Kramin þjóð.
Lund.
Belja.
Skilaboð
´Nótt
Ást
Speki
Fegurð
Til þín
Völin
Auraráð
Eftirgjöf
Hugleiðing
Jól
Gangan
Mannsins þörf
Sjálfsmorð
Andleysi
Kveðja
Númi
Að lokum
Handanvið
Krítík
Hitamælir
Við skúringar
Pæling
Níð
Fossa flúðir
Hver
Áin
Fjallið
Vofa
Í spreki
Gróði
Oft
Fundur
Púki
Spil
Fang
Fugl
Himnahjal
Lukka