Hver
Ég kveiki á ljósi
er lýsir upp minningarnar
sem ég kannast ekki lengur við.
Ég er tilfinning
sem ég þekki ekki
en veit að enginn flýr.
Dagur, nótt og að lokum
dreymir mig að ég sofi fast
og sakni þess ekki
að vera til.
Þegar loks ég vakna
af djúpri hvíld
herja ég á þitt líf
og við ræðum viðhorf þitt
um túlkunina.
Ég er ókominn enn
heiti ekkert
en ræð að lokum yfir þér.
Veistu hver ég er?
er lýsir upp minningarnar
sem ég kannast ekki lengur við.
Ég er tilfinning
sem ég þekki ekki
en veit að enginn flýr.
Dagur, nótt og að lokum
dreymir mig að ég sofi fast
og sakni þess ekki
að vera til.
Þegar loks ég vakna
af djúpri hvíld
herja ég á þitt líf
og við ræðum viðhorf þitt
um túlkunina.
Ég er ókominn enn
heiti ekkert
en ræð að lokum yfir þér.
Veistu hver ég er?