Ljóð á milli lína
Skrifaðu mér ljóð.
Um ekkert nema ást.
Sem þrátt fyrir ramma
sem bæði höfum smíðað
varir alltaf.

Ég vil ekki leggja þér
orð í munn.
En ég veit
að þú veist
að ég mun lesa milli línanna.
Hafðu því línurnar skýrar.
Og ekkert svigrúm fyrir gátur.

Því annars verður það fallegt
en merkingarlaust
ljóð.  
Urta
1974 - ...


Ljóð eftir Urtu

hundsgröf
Lítil saga af perlubandi
Ljóð á milli lína
Við Djúpið.
Fyrsti kossinn
Fjölkvæni?
Fall
Þrjú ár.
Eplið og nektin.
Bálför
Stokkhólmssyndrómið