Fjölkvæni?
Nei, nei, nei
Það gengur ekki
að elska tvær konur
þá þarftu
að flytja þig austar
í veröldinni.

Nei, nei, nei
Það gengur ekki
að elska tvær konur
því önnur mun klóra
augun úr hinni
og þú veist hvor.

Nei, nei, nei.
Það gengur ekki
að elska tvær konur
önnur mun alltaf eiga
meira í þér
og ég veit hvor.
 
Urta
1974 - ...


Ljóð eftir Urtu

hundsgröf
Lítil saga af perlubandi
Ljóð á milli lína
Við Djúpið.
Fyrsti kossinn
Fjölkvæni?
Fall
Þrjú ár.
Eplið og nektin.
Bálför
Stokkhólmssyndrómið