Fall
Eftir öll þessi ár
gegnum blóð svita og tár
gengum ótalin, óvarin æði
er ég komin í þrot
með að skilja það krot
sem eitt sinn var upphaf af kvæði.

Hvar er kærastan þín?
er hún pípa og vín?
eða píanó, trommur og gítar?

Mæltu hættuleg orð
og ég fell fyrir borð
þar svo drukkna í drafla og sýru
ég er komin í þrot
með að skilja það krot
sem var leikur að vitsmunatýru

Hver er kærastan þín?
er hún pípa og vín?
eða píanó, trommur og gítar? 
Urta
1974 - ...


Ljóð eftir Urtu

hundsgröf
Lítil saga af perlubandi
Ljóð á milli lína
Við Djúpið.
Fyrsti kossinn
Fjölkvæni?
Fall
Þrjú ár.
Eplið og nektin.
Bálför
Stokkhólmssyndrómið