Við Djúpið.
Þó ég hafi komið sem gestur
finn ég rætur mínar grafa sig djúpt
í moldina,
þegar ég horfi á heiða fegurðina
í fáránlega skýrum litunum.

Fjöllin fela áttirnar
en sýna mér svo margt um leið.
Gullna toppa, bláhvítar hlíðar
og enda í svörtum sandi,
sem mætir grænu hafinu.

Ég verð kannski alltaf gestur
en ég fer héðan aldrei.
Hér lifi ég, dey,
og hvíli loks við hlið
forfeðra annarra manna.  
Urta
1974 - ...


Ljóð eftir Urtu

hundsgröf
Lítil saga af perlubandi
Ljóð á milli lína
Við Djúpið.
Fyrsti kossinn
Fjölkvæni?
Fall
Þrjú ár.
Eplið og nektin.
Bálför
Stokkhólmssyndrómið